Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn

Málsnúmer 2209072

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. október 2022 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar beiðni frá nefndarsviði Alþingis dags. 30. september 2022 um tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál.
Umsagnarfrestur er til 14. október 2022.
17. október 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Í tillögunni er lagt til að stækka í áföngum félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild þess verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3%.

Hafna- og atvinnumálaráð vísar umsagnarbeiðninni áfram til bæjarráðs og leggur til að heildarhagsmunir sveitarfélagsins verði reiknaðir út við þessar breytingar.
9. nóvember 2022 – Bæjarráð

Tekin fyrir að nýju tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis þar sem atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Í tillögunni er lagt til að stækka í áföngum félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild þess verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3%.

Frestur til að skila inn umsögn var til 14. október.

Hafna- og atvinnumálaráð vísaði umsagnarbeiðninni áfram til bæjarráðs og lagði til að heildarhagsmunir sveitarfélagsins yrði reiknaðir út við þessar breytingar.

Bæjarráð telur mikilvægt að horft sé til heildarhagsmuna sveitarfélagsins út frá þeim breytingum sem settar eru fram í þingsályktuninni um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Umsagnarfrestur er liðinn, en sveitarfélagið leggur áherslu á að litið sé til heildarhagsmuna sveitarfélaga við ákvörðun um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.