Hoppa yfir valmynd

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar

Málsnúmer 2210002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. október 2022 – Bæjarráð

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur matvælaráðuneytisins, dags. 3. október 2022, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)" ásamt fylgiskjölum.
Umsagnarfrestur er til 4. nóvember 2022.
17. október 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)". Áformað er að leggja til að komið verði á fót heildstæðu viðurlagakerfi vegna brota á helstu lögum á sviði fiskveiðistjórnar.

Lagt fram til kynningar.