Hoppa yfir valmynd

Frístundabyggð Tagl - Framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2210023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. október 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi Valdimars Gunnarssonar, f.h. Strýtuholts, dagsett 6. október 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu á sumarhúsalóðum við Tagl í landi Vesturbyggðar. Meðfylgjandi erindinu er teikning er sýnir framræsluskurð sem þarf að framkvæma til þess að þurrka upp svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




20. október 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi Valdimars Gunnarssonar, f.h. Strýtuholts, dagsett 6. október 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu á sumarhúsalóðum við Tagl í landi Vesturbyggðar. Meðfylgjandi erindinu er teikning er sýnir framræsluskurð sem þarf að framkvæma til þess að þurrka upp svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.