Hoppa yfir valmynd

Verkferlar við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 2210026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. október 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagt var fram minnisblað menningar- og ferðamálafulltrúa. Í minnisblaðinu var lögð fram hugmynd að verkferli sveitarfélagsins við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastað hverju sinni.

Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í hugmyndina og vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.
25. október 2022 – Bæjarráð

Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir minnisblað um verkferil við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Málið var til umræðu á 24. fundi menningar- og ferðamálaráðs sem haldinn var 18. október sl. Lagt var til að sveitarfélagið móti sér verkferil til að forgangsraða og ákveða hvaða verkefni verður sótt formlega um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hverju sinni.

Bæjarráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vinna lokadrög að verkferli í samræmi við minnisblaðið sem lagður verður fyrir menningar- og ferðamálaráð til samþykktar.
6. desember 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar lagði fyrir ráðið lokadrög að verkferli við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Samþykkt samhljóða.