Hoppa yfir valmynd

Engjar - umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2210042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Unnsteini Líndal Jenssyni, dags. 19.10.2022. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 40 feta gámum utan við Engjar, Patreksfirði. Umsækjandi er eigandi að Engjum 2 og 3. Gámarnir eru ætlaðir undir byggingarefni í tengslum við fyrirhugaða endurbyggingu Engja 2 og 3.

Í umsögn frá sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs kemur fram að staðsetning gámanna skv. umsókn staðsetur gámana inn á fyrirhuguðu svæði er ætlað er undir nýtt sorpmóttökusvæði og mælist til þess að staðsetning gáma, verði hún heimiluð miði við fyrirhugað deiliskipulag.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða með þeim fyrirvara að ef til framkvæmda kemur við fyrirhugað sorpmóttökusvæði í Fjósadal þá þurfi að færa gámana.