Hoppa yfir valmynd

Heimastjórnir í Vesturbyggð

Málsnúmer 2210049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. október 2022 – Bæjarráð

Í 36. gr.-samþykkta um stjórn Vesturbyggðar er kveðið á um kosningu og kjörgengi í heimastjórnir Vesturbyggðar, ákvæði um heimastjórnir komu fyrst fram í samþykktum nr. 558/2022, dags. 2. maí 2022. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði samþykktanna skal 47. gr. Samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014 um fastanefndir Vesturbyggðar halda gildi sínu til 1. október 2022, eða þar til kosið hefur verið í heimastjórnir í Vesturbyggð skv. 38. gr.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að innleiðingu heimastjórnanna ásamt kynningu á breytingunni fyrir íbúa Vesturbyggðar.
2. febrúar 2023 – Bæjarráð

Umræður um næstu skref í skipun heimastjórna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að og leggja fyrir bæjarráð verkefnatillögu sem felur í sér tímalínu sem unnið verði útfrá.
28. mars 2023 – Bæjarráð

Lagt er fram minnisblað frá Róbert Ragnarssyni, KPMG, dags. 8. mars sl., varðandi innleiðingu heimastjórna í Vesturbyggð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að innleiðingu heimastjórna í Vesturbyggð í samræmi við minnisblaðið. Lagt er til að umræður um heimastjórnarfyrirkomulagið fari fram á á samráðsfundum með íbúum vegna sameiningaviðræður.