Hoppa yfir valmynd

Umsagnarbeiðni við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna veglagningar yfir Dynjandisheiði

Málsnúmer 2210054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Ísafjarðarbæ um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, dagsett 25. október 2022. Breytingin fjallar um enduruppbyggingu vegs nr. 60 yfir Dynjandisheiði og veg nr. 63 Bíldudalsveg, með það að markmiði að þeir nýtist sem heilsársvegir.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna og felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.
23. nóvember 2022 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Ísafjarðarbæ um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, dagsett 25. október 2022. Breytingin fjallar um enduruppbyggingu vegs nr. 60 yfir Dynjandisheiði og veg nr. 63 Bíldudalsveg, með það að markmiði að þeir nýtist sem heilsársvegir.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar tók málið fyrir á 100. fundi sínum 10. nóvmeber sl. og gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum á Vestfjarðarvegi nr. 60. Bæjarstjórn vekur þó athygli á að skortur er á upplýsingum um snjóflóðahættu á hinu nýja vegsvæði og telur mikilvægt að það sé kannað til hlítar.

Samþykkt samhljóða.