Hoppa yfir valmynd

Stafræn sveitarfélög kostnaður og verkefni fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2210056

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lagður er fram tölvupótsur Fjólu Maríu Ágústsdóttur, leiðtoga starfræns umbreytingteymis og breytingastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október 2022, ásamt meðfylgjandi gögnum, vegna þátttöku sveitarfélaganna í starfrænni umbreytingu til tveggja ára og framlaga sveitarfélaganna árið 2023.

Á 912. fundi bæjarráðs sem haldinn var 6. janúar 2021 samþykkti bæjarráð að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu til tveggja ára.

Samkvæmt erindinu eru sameiginleg þróunarverkefni ársins 2023 heimildargreiðslur inn í fjárhagsaðstoð, stafræn úrgangsmál og innritun í leikskóla eða grunnskóla eða vegna farsældarfrumvarps. Enn fremur er um að ræða miðlun lausna, tæknilega innviði, rekstur og hýsingu lausna á Ísland.is og upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga á Ísland.is. Áætlaður kostnaður Vesturbyggðar til þátttöku í verkefninu eru 838.741 kr. fyrir árið 2023.