Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framlag vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2211002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. mars 2023 – Bæjarráð

Lagt er fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 13. febrúar 2023, þar sem kynnt er framlag Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úrbóta á aðgengismálum í samræmi við umsókn sveitarfélagsins. Sótt var um framlag vegna framkvæmda við bæjarskrifstofur Vesturbyggðar. Miðað er við helmingskostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í verkefninu, samtals að fjárhæð kr. 3.957.768.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra og leggja fyrir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 þar sem gert er ráð fyrir að fara í verkefnið á árinu.