Hoppa yfir valmynd

Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir - UST202209-125

Málsnúmer 2211021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. desember 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd sbr. erindi frá Umhverfisstofnun dags. 01.11.2022.

Til máls tóku: LM, ÞSS, ÓÞÓ og JÁ.

Afgreiðsla:
Samráðsnefndin samþykkti samhljóða tillögu þess efnis að Vesturbyggð tilnefni Þórkötlu
S. Ólafsdóttur sem aðalmann í vatnasvæðanefnd og Tálknafjarðarhreppur tilnefni Ólaf Þór Ólafsson sem varamann hennar. Er því vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.
12. desember 2022 – Bæjarráð

Lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 1. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Bæjarráð tekur undir tillögu frá 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, frá 1. desember sl. um að Vesturbyggð tilnefni Þórkötlu S. Ólafsdóttur sem aðalmann í vatnasvæðanefnd og Tálknafjarðarhreppur tilnefni Ólaf Þór Ólafsson sem varamann hennar.

Bæjarráð vísar tilnefningu í vatnasvæðanefnd til staðfestingar í bæjarstjórn.
14. desember 2022 – Bæjarstjórn

Lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 1. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Bæjarráð tók málið fyrir á 953. fundi sínum þar sem tekið var undir tillögu frá 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, frá 1. desember sl. um að Vesturbyggð tilnefni Þórkötlu S. Ólafsdóttur sem aðalmann í vatnasvæðanefnd og Tálknafjarðarhreppur tilnefni Ólaf Þór Ólafsson sem varamann hennar.

Bæjarráð vísaði tilnefningu í vatnasvæðanefnd til staðfestingar í bæjarstjórn.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstórn staðfestir tilnefninguna sem gerð var á 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.