Hoppa yfir valmynd

Fjármögnun svæðisskipulags fyrir Vestfirði

Málsnúmer 2211051

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. desember 2022 – Bæjarráð

Lagt er fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 18. nóvember 2022, þar sem lagt er fram mat á kostnaði og beiðni um fjárhagslegan stuðning árin 2023-2026 við gerð svæðisskipulags vestfirskra sveitarfélaga. Á 67. fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti var ályktað um að hafin yrði gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði. Svæðisskipulagið myndi marka meginstefnu og langtímaframtíðarsýn í umhverfis- og byggðamálum Vestfjarða, þar sem hagsmunir sveitarfélaganna fari saman til að stuðla að uppbyggingu Vestfjarða sem landfræðilegri, hagrænni og félagslegri heild sem styrki byggðaþróun á Vestfjörðum til framtíðar.

Bæjarráð tekur vel í hugmyndir um svæðisskipulag og mikilvægi þeirrar vinnu fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum en þar sem ákveðið hefur verið að fresta fjármögnun og skipulagi verkefnisins til næsta árs er afgreiðslu málsins frestað.