Hoppa yfir valmynd

Áhyggjur af starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 2211057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. desember 2022 – Bæjarráð

Lagt er fram bréf aðalvarðstjóra Slökkviliðs Patreksfjarðar, sem barst 22. nóvember sl., varðandi starfsemi slökkviliðsins.

Lagt fram til kynningar. Bréfið var tekið fyrir á 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 1. desember sl. Á fundinum var m.a. rætt um mikilvægi þess að ljúka við vinnu við brunavarnaráætlun, um fyrirkomulag á bakvöktum stjórnenda og aðstöðu slökkviliða. Sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps var falið að svara erindi aðalvarðstjóra í kjölfar fundarins. Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur enn fremur fundað með slökkviliðsstjóra og varðstjórum og farið yfir næstu skref í átt að fullgildingu brunavarnaráætlunar.