Hoppa yfir valmynd

Endurnýjun kjarasamningsumboð og samkomulag um launaupplýsingar

Málsnúmer 2211070

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. desember 2022 – Bæjarráð

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin endurnýi fullnaðarumboð Sambandsins til kjaraviðræðna auk þess að veita Sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýja fullnaðarumboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kjaraviðræðna.

Bæjarráð samþykkir að veita Sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sé ítrustu persónuverndarkröfum fylgt.




14. desember 2022 – Bæjarstjórn

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin endurnýi fullnaðarumboð Sambandsins til kjaraviðræðna auk þess að veita Sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins.

Bæjarráð tók málið fyrir á 953. fundi sínum þar sem lagt var til við bæjarstjórn að endurnýja fullnaðarumboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kjaraviðræðna.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar veitir Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjaraviðræðana.

Samþykkt samhljóða.