Hoppa yfir valmynd

Foreldrafélög í grunn og leikskólum

Málsnúmer 2211073

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

5. desember 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Í lögum um leikskóla er hveðið á um samstarf foreldra og leikskóla og foreldraráð. foreldrafélög sem hafa það hlutverk að styðja við leikskólastarfið, stuðla að velferð barnanna og efla samtarf foreldra og leikskóla. Foreldrafélög í grunnskóla eru lögbundin og allir foreldrar verða sjálfkrafa félagar í þeim. Hlutverk foreldrafélaga er að stuðla að velferð nemenda skólans, efla tengsl heimilis og skóla, hvetja til virkrar þáttöku foreldra í skólastarfi og hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu. í skólunum á einnig að vera starfandi skólaráð sem er samstarfsvettvangur skólastjóraskólasamfélags um skólahald.

Erla Rún Jónsdóttir, ritari foreldrafélagsins á Bíldudal, mætti fyrir hönd foreldrafélagsins í fjarfundi og kynnti starf félagsins.

Gunnþórun Bender, gerir grein fyrir starfi foreldrafélags Patreksskóla.

Gunnþórunn fór jafnframt yfir starfsemi foreldrafélags Arakletts, samkvæmt upplýsingum frá formanni foreldrafélagsins Katrínu Vignisdóttur.