Hoppa yfir valmynd

Umsögn um lögbýli - Seftjörn II

Málsnúmer 2211076

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. desember 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar, dags. 22.11.2022. Í erindinu er óskað umsagnar Vesturbyggðar varðandi fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörðinni Seftjörn II. Umsóknin er í samræmi við staðfest aðalskipulag.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Ráðið veitir jákvæða umsögn um umsóknina og leggur þá ákvörðun fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að kalla eftir upplýsingum um áform varðandi lögbýli á Seftjörn (L139849) sem Seftjörn II er stofnuð upp úr.
14. desember 2022 – Bæjarstjórn

Erindi frá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar, dags. 22.11.2022. Í erindinu er óskað umsagnar Vesturbyggðar varðandi fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörðinni Seftjörn II. Umsóknin er í samræmi við staðfest aðalskipulag.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 101. fundi sínum þar sem það gerði ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Ráðið veitti jákvæða umsögn um umsóknina og lagði þá ákvörðun fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs.