Hoppa yfir valmynd

Til samráðs - Áform um lagasetningu - breyting á lögum um stjórn fiskveiða og veiðar í fiskveiðilandheldi Íslands ( veiðistjórn grásleppu).

Málsnúmer 2212003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. janúar 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu. dags. 6. janúar 2022 mál nr. 3/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu).

Í erindinu kemur fram að veiðum í grásleppu hafi verið stjórnað með sóknarmarki, í formi dagafjölda eða stöðvunar veiða þegar afli er kominn yfir ráðlagðan hámarksafla í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Lagt er því til að setja skipum aflahlutdeild í grásleppu til að auka fyrirsjáanleika við veiðarnar sem og tryggja betur sjálfbærni og markvissari veiðar.

Umsagnarfrestur er til og með 2. febrúar 2023.

Hafna- og atvinnumálaráði þykir forsendur tillögunar óljósar hvað varðar viðmiðunartímabil og svæðaskiptingu, ráðið óskar eftir aðkomu sveitarfélaga að undirbúningi frumvarps.