Hoppa yfir valmynd

Umdæmisráð barnaverndar

Málsnúmer 2212008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. desember 2022 – Bæjarráð

Farið er yfir stöðuna við stofnun umdæmisráðs landsbyggða og velferðarþjónustu Vestfjarða sem og stöðu málaflokksins, en ný lagaákvæði um breytingu þjónustunnar taka gildi um áramótin. Gera þarf ýmsar breytingar í stjórnsýslunni, m.a. breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins og erindisbréfi velferðarnefndar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs vinna áfram að málinu.




14. desember 2022 – Bæjarstjórn

Á 374. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 21. september sl. voru lögð fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni ásamt viðaukum. Á fundinum var bæjarstjóra falið að vinna að framgangi málsins og undirrita samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni fyrir hönd Vesturbyggðar.

Nú er lögð fram tillaga að nýjum samningi um umdæmiráðið. Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að undirrita samning um umdæmisráð landsbyggðar hvort sem ákveðið verði að ganga til samninga á grundvelli hins nýja samnings, nefnd leið 1 eða samningsins sem lagður var fram á 374. fundi bæjarstjórnar, nefnd leið 2.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Samþykkt samhljóða.