Hoppa yfir valmynd

Embætti íþrótta- og tómstundarfulltrúa

Málsnúmer 2212022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. desember 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Umræðum um skipulag íþrótta- og tómstundamála og embætti íþrótta- og tómstundafulltrúa verður haldið áfram frá 65. fundi samráðsnefndar sem fór fram 02.11.2022.

Fram kom á fundinum að Héraðssambandið Hrafna Flóki hefur ákveðið að fara út úr samstarfi við sveitarfélögin vegna starfs framkvæmdastjóra og ráða eigin framkvæmdastjóra í hlutastarf hjá sambandinu. Það leiðir til þess að starfið mun taka breytingum gagnvart sveitarfélögunum. Fram kom tillaga um að starfsheiti verði breytt í frístundafulltrúa.

Til máls tóku: LM, ÓÞÓ, ÞSS, SSS, JÁ, AVR og GJ.

Afgreiðsla:
Samráðsnefnd var sammála um að rétt væri að ráða í 100% starf frístundafulltrúa sem starfar fyrir bæði sveitarfélöginn. Skipting vinnuframlags og kostnaðar milli sveitarfélaga verði í samræmi við það sem er í öðrum samstarfsverkefnum hjá þeim, þ.e 75% hjá Vesturbyggð og 25% hjá Tálknafjarðarhreppi. Ráðningarsamband verði við Vesturbyggð og næsti yfirmaður verði sviðstjóri fjölskyldusviðs. Vísað til frekari vinnslu hjá sviðstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar og til kynningar hjá Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd Tálknafjarðarhrepps og Fræðslu- og æskulýðsráði Vesturbyggðar.