Hoppa yfir valmynd

Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði

Málsnúmer 2212024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. desember 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Mál frá 65. fundi Samráðsnefndar sem fór fram 02.11.2022.

Áður en umræður hófust um málið vakti SSS athygli á vanhæfi sínu til að fjalla um málið og óskaði eftir því að víkja af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þess. Var það samþykkt og vék SSS við það af fundinum.

ÓÞÓ og ÞSS gerðu grein fyrir drögum að samningi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga um áframhaldandi rekstur framhaldsdeildar á Patreksfirði.

Til máls tóku: LM, JÁ, ÓÞÓ, ÞSS, GJ og AVR.

Afgreiðsla:
Samráðsnefndin samþykkti samhljóða að fela að framkvæmdastjórum sveitarfélaganna að vinna áfram að málinu og þar á meðal að óska eftir fundi með ráðherra ásamt fulltrúum FSN þar sem sérstaklega yrði fjallað um að dreifbýlisstyrkur geti nýst öllum framhaldsskólanemendum á sunnanverðum Vestfjörðum sem stunda nám sem byggist á þessum samningi.




17. október 2023 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Á fundinum verður lagður fram til umfjöllunar samningur um starfsemi framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fagnar því samstarfi sem samningurinn felur í sér. Samráðsnefnd leggur til við sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar að staðfesta samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna og að samningurinn gildi til loka skólaársins 2024/2025.




28. nóvember 2023 – Bæjarráð

Lögð fyrir drög að uppfærðum samningi milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Vesturbyggðar vegna framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði. Samningurinn er dags. 12.10.2023.

Bæjarráð samþykkir uppfærðan samning milli Fjölbrautaskola Snæfellinga, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.