Hoppa yfir valmynd

Hækkun útsvarsálagningar - fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2212031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. desember 2022 – Bæjarstjórn

Lagðir eru fram tölvupóstar Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Samtaka íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2022 og 19. desember 2022 ásamt samkomulagi, dags. 16. desember 2022, um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, sem undirritað er af fulltrúum ríkisins annars vegar og fulltrúum sveitarfélaganna hins vegar.

Í samkomulaginu er kveðið á um hækkun hámarksútsvars sveitarfélaga um 0,22% samhliða samsvarandi lækkun á tekjuskatti. Skattbyrði einstaklinga breytist því ekki með þessari aðgerð. Hækkun útsvarsins er greidd beint til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem greiðir útsvarið áfram til Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins.

Til máls tók: Forseti

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16. desember 2022, samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar að álagningarhlutfall úsvars fyrir 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir framlagða tillögu samhjóða.




19. desember 2023 – Bæjarráð

Lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, á þann hátt að hámark útsvars fer úr 14,74% í 14,97%, en tekjuskattur lækkar samhliða á móti.

Óskað er staðfestingar bæjarstjórnar á útsvari 2024, og frestur veittur til 30. desember 2023.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn hækka álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% og verði þannig 14,97%, í samræmi við samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, en tekjuskattur lækkað samhliða á móti.




27. desember 2023 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, á þann hátt að hámark útsvars fer úr 14,74% í 14,97%, en tekjuskattur lækkar samhliða á móti.

Óskað er staðfestingar bæjarstjórnar á útsvari 2024, og frestur veittur til 30. desember 2023.

Bæjarráð lagði til á 974. fundi sínum við bæjarstjórn að hækka álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% og verði þannig 14,97%, í samræmi við samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, en tekjuskattur lækkað samhliða á móti.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða.