Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Krossholt - ósk um breytingu.

Málsnúmer 2212033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. janúar 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi frá Þórði Sveinssyni og Silju B. Ísafoldardóttur, dagsett 20. desember 2022. Í erindinu er sótt um stækkun og breytingu á afmörkun byggingareitar á lóð með landeignanúmerinu L221595. Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Langholts - Krossholts.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytingu á deilskipulagi Langholts - Krossholts. Grenndarkynnt verður fyrir landeigenda Haga, L139802, lóðarhöfum að Langholti 1 L233020, Krossholt L139837 og Krossholt Iðnaðarlóð L139840 og leitað umsagnar hjá Fiskistofu sbr. 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 vegna fjarlægðar frá fiskveiðiá.




11. maí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt. Breytingin var grenndarkynnt frá 27. febrúar til 3. apríl 2023. Fyrir liggur umsögn Fiskistofu sem og tvær athugasemdir er bárust á kynningartímanum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




15. maí 2023 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt. Breytingin var grenndarkynnt frá 27. febrúar til 3. apríl 2023. Fyrir liggur umsögn Fiskistofu sem og tvær athugasemdir er bárust á kynningartímanum.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir.