Hoppa yfir valmynd

Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Málsnúmer 2301003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. janúar 2023 – Bæjarráð

Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar fór yfir drög að uppfærðum styrkúthlunarreglum menningar- og ferðamálaráðs.
6. febrúar 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Ráðið fór yfir breytingar á úthlutunarreglum styrkja menningar og ferðamálaráðs. Þær breytingar sem samþykktar voru eru:

- Grein 2 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Menningar og ferðamálaráð ber ábyrgð á að meta hvort styrkumsókn samræmist tilgangi styrkjanna sbr. 1. tölulið reglnanna.

- Grein 5 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Styrkir verða ekki veittir til verkefna sem eru með fastan samning við Vesturbyggð.

- Grein 10 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Við hverja afgreiðslu hefur menningar- og ferðamálaráð fjórðung heildarupphæðar, skv. fjárhagsáætlun Vesturbyggðar hvers árs, til úthlutunar. Sé upphæðin ekki fullnýtt dreifist ónýtt fjármagn jafnt á eftirstandandi úthlutanir almanaksársins.

- Grein 12 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Hafi styrkþegi áður þegið styrk frá menningar- og ferðamálaráði hefur ráðið heimild til að óska eftir gögnum um nýtingu þess styrks.

- Í grein 6 var fellt niður: Styrkir geta aldrei verið hærri fjárhæð en sem nemur helmingi alls kostnaðar við tiltekið verkefni.
Eftirfarandi breyting var gerð: Að öllu jöfnu skal fjárhæð hvers styrks ekki vera hærri en kr. 150.000.
Bætt var við: Menningar- og ferðamálaráð hefur heimild til að hafna styrkumsókn eða veita aðra styrkupphæð en beðið er um.

- Í grein 9 var bætt við: Hvert verkefni getur hlotið einn styrk á hverju almanaksári.

- Áður grein 9 var felld niður.

- Áður grein 10 var felld niður.

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fyrstu úthlutun ársins 2023. Alls bárust fimm umsóknir.

1. Guðný Gígja Skjaldardóttir sækir um styrk fyrir gerð heimildarmyndar. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar til næsta fundar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum.

2. Freyja Ragnarsdóttir Pedersen sækir um styrk til að búa til net göngustíga á Bíldudal. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Skrímslasetrið Bíldudal sækir um styrk fyrir ráðstefnu um íslensk sjóskrímsli. Sótt er um 200 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkbeiðni að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

4. Slysavarnadeildin Gyða sækir um styrk fyrir þorrablót á Bíldudal. Sótt er um styrk sem nemur andvirði leigu félagsheimilisins Baldurshaga.

Menningar og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

5. Kvenfélagið Sif sækir um styrk fyrir þorrablót á Patreksfirði. Sótt er um styrk sem nemur andvirði leigu félagsheimilisins á Patreksfirði.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
2. maí 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í annarri úthlutun ársins 2023. Alls bárust sjö umsóknir.

1. Eyrún Lind Árnadóttir sækir um styrk fyrir uppsetningu hinsegin hátíðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Foreldrafélag Patreksskóla sækir um styrk fyrir fræðslunni Fokk Me - Fokk You. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Kómedíuleikhúsið sækir um styrk fyrir uppsetningu á sýningunni Tindátunum fyrir eldri borgara á Patreksfirði. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Sögufélag Barðastrandasýslu sækir um styrk fyrir útgáfu árbókar Barðastrandasýslu sem kom út í desember 2022. Sótt er um 140 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

5. Guðni Agnarsson sækir um styrk fyrir uppsetningu á leikritinu Undurheimar Astrid Lindgren á Bíldudal og Patreksfirði. Sótt er um styrk sem nemur leigu á Baldurshaga og félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

6. 10. bekkur Patreksskóla og Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir menningarferð til Barcelona. Sótt er um 130 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

7. Foreldrafélag Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir árlegu grímuballi félagsins. Sótt er um styrk sem nemur leigu á Baldurshaga.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
31. ágúst 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í þriðju úthlutun ársins 2023. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Sigurjón Páll Hauksson sækir um styrk fyrir hátíðina Blús milli fjalls og fjöru. Sótt er um styrk sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. María Óskarsdóttir sækir um styrk fyrir hönnun og uppsetningu listaverka við höfnina á Patreksfirði. Fyrirhugað er að steinhöggvarinn Henri Patrick Stein vinni listaverkin. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda sækir um styrk fyrir Skjaldbökunni, fræðslu- og barnastarfi hátíðarinnar. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, f.h. undirbúningsnefndar, sækir um styrk fyrir aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Patreksfirði helgina 1.-3. september. Sótt er um 300 þúsund króna styrk auk þess sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar. Bæjarráð vísaði erindi þessu áfram til afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs á 965. fundi sínum þann 18. júlí síðastliðinn.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar í samræmi við reglur sjóðsins.
7. desember 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í fjórðu og síðustu úthlutun ársins 2023. Alls bárust þrjár umsóknir.

1. The Pigeon International Film Festival sækir um styrk fyrir þær sýningar hátíðarinnar sem sýndar voru á Patreksfirði í október síðastliðnum. Sótt er um 250 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50 þúsund krónur.

2. Kvenfélagið Framsókn sækir um styrk fyrir aðventukvöldi eldri borgara á Bíldudal. Sótt er um 17.325 króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Birta Ósmann Þórhallsdóttir sækir um styrk fyrir bókmenntaviðburðum á verkstæði Skriðu á Patreksfirði. Áætlað er að fá tvo höfunda til þess að koma og kynna verk sín, lesa upp og spjalla. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
9. janúar 2024 – Bæjarráð

Yfirlit yfir styrkumsóknir og veitta styrki menningar- og ferðamálaráðs árið 2023 lagt fram til kynningar.
8. febrúar 2024 – Menningar- og ferðamálaráð

Samantekt menningar- og ferðamálafulltrúa á styrkumsóknum sem bárust ráðinu og veittum styrkjum árið 2023 lögð fram til kynningar.