Hoppa yfir valmynd

Dagforeldrar í Vesturbyggð; Patreksfjörður

Málsnúmer 2301026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. janúar 2023 – Bæjarráð

Rætt um vöntun á leikskólaplássi á Patreksfirði og leiðir til að stytta biðina þar til ný leikskóladeild verður opnuð.

Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
27. janúar 2023 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkir framlagðar reglur um dagforeldra á Patreksfirði sem munu gilda til 31. ágúst 2023. Fræðslu- og æskulýðsráð sendir reglurnar til staðfestingar bæjarstjórnar.
2. febrúar 2023 – Bæjarráð

Rætt um húsnæði fyrir dagforeldra á Patreksfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2023 og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
7. mars 2023 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir liðnum.

Tekið fyrir að nýju dagvistunarúrræði fyrir börn sem ekki hafa fengið pláss á leikskólanum Arakletti sökum plássleysis.

Bæjarstjórn hafði áður samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að koma til móts við þarfir foreldra sem ekki koma börnum sínum inn á leikskóla vegna plásslaeysis með því að koma á laggirnar aðstöðu fyrir dagforeldra.

Þar sem ekki tókst að fá dagforeldra að verkefninu var tekið til þess ráðs að stofna tímabundið deild við leikskólann Araklett í því húsnæði sem áætlað var fyrir starfssemina.

Vegna þessa er ekki þörf fyrir fjármunina sem samþykkt hafði verið með viðauka fyrir dagforeldra og óskað eftir því að fjármagnið verði fært til baka undir Araklett þar sem það verður nýtt fyrir starfssemina þar.

Bæjarráð vísar málinu áfram til gerðar viðauka.
15. mars 2023 – Bæjarstjórn

Lagðar fyrir tímabundnar reglur um dagforeldra á Patreksfirði. Reglurnar voru teknar fyrir á 84. fundi fræðslu- og æskulýðsráðs þar sem þær voru samþykktar og vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tóku:Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn staðfestir reglurnar sammhljóða.