Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdarleyfi á virkjun í landi Vesturbotns

Málsnúmer 2301030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. febrúar 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Golfklúbbi Patreksfjarðar dags. 6. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir heimavirkjun í landi Vesturbotns, Patreksfirði. Áætluð stærð er um 10kW, steypt inntaksmannvirki verður í Botnsá, 3m x 1,5m og 110mm plastlögn frá inntaki niður í stöðvarhús sem staðsett verður við Golfskálann. Lengd lagnar er um 1200m og er áformað að leggja hana samhliða vegslóða sem liggur með ánni. Erindinu fylgir yfirlitsmynd unnin af Verkís, dags. 19. janúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis og vísar málinu áfram til bæjarráðs.




22. febrúar 2023 – Bæjarráð

Erindi frá Golfklúbbi Patreksfjarðar dags. 6. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir heimavirkjun í landi Vesturbotns, Patreksfirði. Áætluð stærð er um 10kW, steypt inntaksmannvirki verður í Botnsá, 3m x 1,5m og 110mm plastlögn frá inntaki niður í stöðvarhús sem staðsett verður við Golfskálann. Lengd lagnar er um 1200m og er áformað að leggja hana samhliða vegslóða sem liggur með ánni. Erindinu fylgir yfirlitsmynd unnin af Verkís, dags. 19. janúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 103. fundi sínum þar sem það gerði ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis og vísaði málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að Golfklúbbi Patreksfjarðar verði heimilt að virkja Botnsá líkt og fram kemur í umsókninni og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.




15. mars 2023 – Bæjarstjórn

Lagt fyrir erindi frá Golfklúbbi Patreksfjarðar dags. 6. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir heimavirkjun í landi Vesturbotns, Patreksfirði. Áætluð stærð er um 10kW, steypt inntaksmannvirki verður í Botnsá, 3m x 1,5m og 110mm plastlögn frá
inntaki niður í stöðvarhús sem staðsett verður við Golfskálann. Lengd lagnar er um 1200m og er áformað að leggja hana samhliða vegslóða sem liggur með ánni. Erindinu fylgir yfirlitsmynd unnin af Verkís, dags. 19. janúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á fundi 103. sínum þar sem það gerði ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis og vísaði málinu áfram til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkti sem landeigandi að Golfklúbbi Patreksfjarðar verði heimilt að virkja Botnsá líkt og fram kemur í umsókninni og vísaði málinu áfram til bæjarstjórnar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.