Hoppa yfir valmynd

Ósk um leyfi fyrir garðskála við Aðalstræti 4, Kamb.

Málsnúmer 2301034

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. febrúar 2023 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 23. janúar 2023 frá Kristínu Pálsdóttur og Símoni F. Símonarsyni þar sem óskað er eftir leyfi fyrir garðskála á grunni við Aðalstræti 4, Kamb. Meðfylgjandi eru upplýsingar um garðskálann og riss af uppdrætti.

Bæjarráð samþykkir að að reist verði lítið garðhús á lóðinni. Garðhúsið er á ábyrgð og reist á kostnað umsækjanda. Gerð er krafa um að frágangur og ásýnd sé góð. Fari svo að sveitarfélagið ákveði að nýta grunninn sem garðhúsið kemur til með að standa á ber umsækjanda að fjarlægja garðhúsið.