Hoppa yfir valmynd

Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2023

Málsnúmer 2301043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. febrúar 2023 – Bæjarráð

Lögð fram Húsnæðisáælun Vesturbyggðar 2023. Húsnæðisáætlunin er hér lögð fram með sama sniðu og gert var árið 2022. Áætluninni er skilað rafrænt og á stöðluðu formi til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Markmið með þessu formi húsnæðisáætlana er að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra ásamt því að auðvelda samanburð á milli sveitarfélaga og þannig bæta yfirsýn um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði.

Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2023 var unnin með hliðsjón af stefnuskjölum bæjarstjórnar Vesturbyggðar s.s. áætlun um mannfjöldaþróun skv. fjárhagsáætlun 2023-2026. Bæjarstjóri ásamt sviðsstjórum Vesturbyggðar héldu utan um öflun upplýsinga í áætlunina í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Bæjarráð vísar húsnæðisáætluninni áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.




15. febrúar 2023 – Bæjarstjórn

Lögð fram Húsnæðisáælun Vesturbyggðar 2023. Húsnæðisáætlunin er hér lögð fram með sama sniðu og gert var árið 2022. Áætluninni er skilað rafrænt og á stöðluðu formi til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Markmið með þessu formi húsnæðisáætlana er að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra ásamt því að auðvelda samanburð á milli sveitarfélaga og þannig bæta yfirsýn um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði.

Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2023 var unnin með hliðsjón af stefnuskjölum bæjarstjórnar Vesturbyggðar s.s. áætlun um mannfjöldaþróun skv. fjárhagsáætlun 2023-2026. Bæjarstjóri ásamt sviðsstjórum Vesturbyggðar héldu utan um öflun upplýsinga í áætlunina í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Bæjarráð vísaði húsnæðisáætluninni áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Til máls tóku:Forseti, bæjarstjóri, GE og ÁS.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir húsnæðisáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2023.