Hoppa yfir valmynd

Krapaflóð í Vesturbyggð 26. janúar 2023

Málsnúmer 2301044

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. febrúar 2023 – Bæjarráð

Lögð er fram til kynningar vettvangsskýrsla um krapaflóðin úr Geirseyrargili á Patreksfirði 26. janúar sl., sem gefin er út af Veðurstofu Íslands og rituð af Tómasi Jóhannessyni og Þresti Reynissyni. Auk krapaflóðsins á Patreksfirði, féllu tvö minni flóð í hlíðunum fyrir ofan Bíldudal, annað flóðið féll á ofanflóðavarnir sem gerðu sitt gagn, en hitt á stað þar sem ofanflóðavarnir eru áætlaðar. Enn fremur féll snjóflóð á Raknadalshlíðina sem lokaði veginum um hríð.

Bæjarráði Vesturbyggðar þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr í flóðunum sem féllu í sveitarfélaginu fimmtudaginn 26. janúar sl. þar sem farvegur flóðanna var í gegnum þorpin og við aðkomuna inn á Patreksfjörð þar sem m.a skólabíll átti leið hjá fyrr um morguninn.

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að auka fjárframlög til ofanflóðavarna, að allt sé gert til þess að draga úr ofanflóðahættu á byggðir og fjölfarna vegi innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er, að hafnar verði framkvæmdir til að draga úr hættu ofanflóðanna fyrir íbúa þegar í stað. Bæjarráð óskar eftir fundi með Ofanflóðasjóði, ráðherra umhverfis-, orku- og loflagsráðherra, innviðaráðherra og forsætisráðherra.

Íbúafundur sem átti að eiga sér stað í dag á Patreksfirði var frestað vegna veðurs. Fundurinn verður boðaður að nýju um leið og veður leyfir. Bæjarráð telur mikilvægt að halda íbúum sveitarfélagsins upplýstum um ofanflóðahættu, ofanflóðavarnir og það viðbragð sem fer af stað þegar ofanflóðahætta myndast.

Bæjarráð Vesturbyggðar sendir bestu þakkir sínar til þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila sem tóku þátt í að tryggja öryggi íbúa. Auk þess þakkar bæjarráð íbúum fyrir að fara eftir fyrirmælum almannavarna og halda ró sinni þó flóðin hafi valdið óöryggi hjá íbúum, þá sýndi það enn einu sinni hversu mikil samstaða og samhugur er í sveitarfélaginu.




6. febrúar 2023 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Fræðslu- og æskulýðsráð tekur undur bókun bæjarráðs frá fundi þann 26.janúar 2023 þar sem kallað er eftir vöktun á Raknadalshlíð með tiliti til ofanflóðahættu. Flóð féll á Raknadalshlíðina stuttu eftir að skólabíll fór um hlíðina með börn af Barðaströnd og mikil hætta skapaðist sem er með öllu óásættanlegt. Bæta þarf vöktun og fjarskiptasamband á þessari leið.




15. febrúar 2023 – Bæjarstjórn

Lögð er fram vettvangsskýrsla um krapaflóðin úr Geirseyrargili á Patreksfirði 26. janúar sl., sem gefin er út af Veðurstofu Íslands og rituð af Tómasi Jóhannessyni og Þresti Reynissyni. Auk krapaflóðsins á Patreksfirði, féllu tvö minni flóð í hlíðunum fyrir ofan Bíldudal, annað flóðið féll á ofanflóðavarnir sem gerðu sitt gagn, en hitt á stað þar sem ofanflóðavarnir eru áætlaðar. Enn fremur féll snjóflóð á Raknadalshlíðina sem lokaði veginum um hríð.

Bæjarráð tók skýrsluna fyrir á 955. fundi sínum þann 2. febrúar sl. þar sem eftirfarandi var bókað:

Bæjarráði Vesturbyggðar þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr í flóðunum sem féllu í sveitarfélaginu fimmtudaginn 26. janúar sl. þar sem farvegur flóðanna var í gegnum þorpin og við aðkomuna inn á Patreksfjörð þar sem m.a skólabíll átti leið hjá fyrr um morguninn.

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að auka fjárframlög til ofanflóðavarna, að allt sé gert til þess að draga úr ofanflóðahættu á byggðir og fjölfarna vegi innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er, að hafnar verði framkvæmdir til að draga úr hættu ofanflóðanna fyrir íbúa þegar í stað. Bæjarráð óskar eftir fundi með Ofanflóðasjóði, ráðherra umhverfis-, orku- og loflagsráðherra, innviðaráðherra og forsætisráðherra.

Íbúafundur sem átti að eiga sér stað í dag á Patreksfirði var frestað vegna veðurs. Fundurinn verður boðaður að nýju um leið og veður leyfir. Bæjarráð telur mikilvægt að halda íbúum sveitarfélagsins upplýstum um ofanflóðahættu, ofanflóðavarnir og það viðbragð sem fer af stað þegar ofanflóðahætta myndast.

Bæjarráð Vesturbyggðar sendir bestu þakkir sínar til þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila sem tóku þátt í að tryggja öryggi íbúa. Auk þess þakkar bæjarráð íbúum fyrir að fara eftir fyrirmælum almannavarna og halda ró sinni þó flóðin hafi valdið óöryggi hjá íbúum, þá sýndi það enn einu sinni hversu mikil samstaða og samhugur er í sveitarfélaginu.

Til máls tóku: Forseti, FSO, bæjarstjóri og ÁS.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur heilshugar undir bókun bæjarráðs og skorar á stjórnvöld að auka fjárframlög til ofanflóðavarna, að allt sé gert til þess að draga úr ofanflóðahættu á byggðir og fjölfarna vegi innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.




18. apríl 2023 – Almannavarnarnefnd

Umræður um krapaflóðið sem féll á Patreksfirði 26. janúar 2023, flóðinu í Tunguá á Tálknafirði 13. febrúar 2023 ásamt bruna í Norðurbotni í Tálknafirði 23. febrúar síðastliðinn.

Almannavarnarnefnd vill þakka viðbragðsaðilum fyrir fumlaus viðbrögð í þeim aðstæðum sem sköpuðust í tengslum við atburðina.