Hoppa yfir valmynd

Umsagnarbeiði vegna Mjólkárvirkjunar. Stækkkun virkjunar og afhending grænnar orku.

Málsnúmer 2301046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. febrúar 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. janúar 2023. Í erindinu er óskað umsagnar um skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. 
Breytingin gengur út á stækkun Mjólkárvirkjunar til þess að koma til móts við aukna eftirspurn eftir raforku sem og stækkun bryggju í Borgarfirði til þess að geta mætt auknum umsvifum í fiskeldi, orkuskiptum og vexti í ferðaþjónustu. 

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu en áskilur sér rétt að koma með athugasemdir á síðari stigum í ferlinu er snerta mögulega hagsmuni sveitarfélagsins.




7. desember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir umsagnarbeiðni Ísafjarðarbæjar, dagsett 14.nóvember 2023. Í erindinu er óskað umsagnar um breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar sem og breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Aðalskipulagsbreytingin er þríþætt, stækkun Mjólkárvirkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja. Markmið deiliskipulagsins er að heimila aukna nýtingu vatnsafls á vatnasviði Mjólkár og þar með auka raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar og bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og að skapa aðstöðu fyrir afgreiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti við Mjólkárvirkjun. Nýtt hafnarsvæði Ísafjarðarbæjar K8 við Borgarfjörð er utan deiliskipulags Mjólkárvirkjunar.Ólafur Byron Kristjánsson vék af fundi.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.

Ólafur Byron Kristjánsson kom aftur inn á fundinn.