Hoppa yfir valmynd

Tilkynning um kæru 20-2023 vegna útgefins nýtingarleyfi til nýtingar jarðhita á Krossholti á Barðaströnd

Málsnúmer 2302009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. febrúar 2023 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála dags. 2. febrúar 2023 þar sem tilkynnt er um kæru vegna útgefins nýtingarleyfis vegna nýtingar jarðhita á Krossholtum Barðaströnd. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar er 30 dagar frá dagssetningu tilkynningar.
28. mars 2023 – Bæjarráð

Kynnt er bréf Björns Jóhannessonar hrl., f.h. Vesturbyggðar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. mars 2023, með athugasemdum Vesturbyggðar vegna kæru til ÚUA vegna útgáfu nýtingarleyfis á jarðhita á Krossholti á Barðaströnd.

Lagt fram til kynningar.
18. júlí 2023 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 6.júlí sl. frá Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála um úrskurð í máli nefndarinnar nr. 20/2023.

Í niðurstöðunni kemur fram að kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar frá 24. janúar 2023 um að veita Vesturbyggð leyfi til nýtingar á jarðhita á Krossholtum, Barðaströnd er hafnað