Hoppa yfir valmynd

Öryggi vegfarenda á Raknadalshlíð og Kleifarheiði

Málsnúmer 2302018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. febrúar 2023 – Bæjarráð

Á Raknadalshlíðinni er mikil snjóflóðahætta, en undir hlíðinni keyrir m.a. skólabíll alla virka daga með börn á leið í Patreksskóla. Hlíðin er ekki vöktuð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu og litlar eða engar varnir á því að snjóflóð falli á veginn. Eins er fjarskiptasamband á Raknadalshlíðinni mjög stopult.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við Veðurstofuna að Raknadalshlíð verði vöktuð hjá ofanflóðavakt. Að leitast verði eftir því við Vegagerðina að fundin verði leið til að verja vegfarendur sem aka undir hlíðinni og að skoðað verði nýtt vegstæði auk þess að leita leiða til að fjarskiptasamband á sunnanverðum Vestfjörðum, þar með á Raknadalshlíðinni verði ásættanlegt.
7. mars 2023 – Bæjarráð

Kynnt er svarbréf Vegagerðarinnar, dags. 28. febrúar sl., vegna bókunar frá 956. fundi bæjarráðs um öryggi vegfarenda á Raknadalshlíð og Kleifarheiði.

Bæjarráð fagnar því að ákveðið hefur verið að koma upp vöktun á Raknadalshlíðinni, en til stendur að setja upp mæla á hlíðinni. Bæjarstjóri fylgir erindinu eftir.