Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

Málsnúmer 2302026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. febrúar 2023 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar. Viðaukinn er lagður fyrir vegna kostnaðar við aðstöðu fyrir dagforeldra á Patreksfirði áamt kostnaðar til að tryggja dagforeldri lágmarkstekjur óháð fjölda barna. Reglur um dagforeldra á Patreksfirði voru lagðar fyrir á 27. fundi fræðslu og æskulýðsráðs og er viðaukinn í samræmi við þær. Kostnaður við verkefnið eru áætlaðar að hámarki 3,9 milljónir og er lagt til að launakostnaður á Arakletti verði lækkaður á móti þar sem ekki þarf að ráða inn viðbótarstarfsfólk fyrr en seinna á árinu en áætlun gerði ráð fyrir að það yrði gert í upphafi árs.

Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
15. febrúar 2023 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar. Viðaukinn er lagður fyrir vegna kostnaðar við aðstöðu fyrir dagforeldra á Patreksfirði áamt kostnaðar til að tryggja dagforeldri lágmarkstekjur óháð fjölda barna. Reglur um dagforeldra á Patreksfirði voru lagðar fyrir á 27. fundi fræðslu og æskulýðsráðs og er viðaukinn í samræmi við þær. Kostnaður við verkefnið eru áætlaðar að hámarki 3,9 milljónir og er lagt til að launakostnaður á Arakletti verði lækkaður á móti þar sem ekki þarf að ráða inn viðbótarstarfsfólk fyrr en seinna á árinu en áætlun gerði ráð fyrir að það yrði gert í upphafi árs.

Bæjarráð tók viðaukkann fyrir á 956. fundi sínum þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
7. mars 2023 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að koma til móts við þarfir foreldra sem ekki koma börnum sínum inn á leikskóla vegna plássleysis með því að koma á laggirnar aðstöðu fyrir dagforeldra. Þar sem ekki tókst að fá dagforeldra að verkefninu var tekið til þess ráðs að stofna tímabundið deild við leikskólann Araklett í því húsnæði sem áætlað var fyrir starfssemina. Vegna þessa er ekki þörf fyrir fjármunina sem samþykkt hafði verið með viðauka fyrir dagforeldra og óskað eftir því að fjármagnið verði fært til baka undir Araklett þar sem það verður nýtt fyrir starfssemina þar.

Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
15. mars 2023 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að koma til móts við þarfir foreldra sem ekki koma börnum sínum inn á leikskóla vegna plássleysis með því að koma á laggirnar aðstöðu fyrir dagforeldra. Þar sem ekki tókst að fá dagforeldra að verkefninu var tekið til þess ráðs að stofna tímabundið deild við leikskólann Araklett í því húsnæði sem áætlað var fyrir starfssemina. Vegna þessa er ekki þörf fyrir fjármunina sem samþykkt hafði verið með viðauka fyrir dagforeldra og óskað eftir því að fjármagnið verði fært til baka undir Araklett þar sem það verður nýtt fyrir starfssemina þar.

Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
13. júní 2023 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023.

Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fjárfestingum ársins.

Bókaðir eru inn styrkir vegna verkefna sem eru styrkt af fiskeldissjóði. Slökkvibifreið, geislatæki, viðbygging við leikskóla og Vatneyrarbúð. Styrkirnir eru samtals 69,2 m.kr.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á slökkvibifreið uppá 6,6 milljónir vegna breytinga á gengi og lokafrágangs.

Færð er fjárfesting vegna aðgengismála á bæjarskrifstofu uppá 7,8 m.kr og styrkur úr jöfnunarsjóði uppá 3,9 milljónir á móti. Nettó fjárfesting 3,9 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting í hafnarsjóði uppá 10 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á leiktækjum uppá 5,3 milljónir.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A og B hluta en handbært fé í A hluta hækkar um 48,1 m.kr og verðu 49 m.kr og handbært fé í A og B hækkar um 43,3 m.kr og verður 67,3 m.kr.
21. júní 2023 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn var tekinn fyrir á 963. fundi bæjarráðs.

Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fjárfestingum ársins.

Bókaðir eru inn styrkir vegna verkefna sem eru styrkt af fiskeldissjóði. Slökkvibifreið, geislatæki, viðbygging við leikskóla og Vatneyrarbúð. Styrkirnir eru samtals 69,2 m.kr.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á slökkvibifreið uppá 6,6 milljónir vegna breytinga á gengi og lokafrágangs.

Færð er fjárfesting vegna aðgengismála á bæjarskrifstofu uppá 7,8 m.kr og styrkur úr jöfnunarsjóði uppá 3,9 milljónir á móti. Nettó fjárfesting 3,9 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting í hafnarsjóði uppá 10 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á leiktækjum uppá 5,3 milljónir.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A og B hluta en handbært fé í A hluta hækkar um 48,1 m.kr og verðu 49 m.kr og handbært fé í A og B hækkar um 43,3 m.kr og verður 67,3 m.kr.

Til máls tók: Varaforseti

Samþykkt samhljóða.
10. október 2023 – Bæjarráð

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
18. október 2023 – Bæjarstjórn

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.