Hoppa yfir valmynd

Útboð á almenningssamgöngum

Málsnúmer 2302062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. mars 2023 – Bæjarráð

Kynntar niðurstöður útboðs vegna almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.

Val tilboðs í almenningssamgöngur hefur nú verið tilkynnt og hafinn biðtími, verði ákvörðun um val á tilboðsgjafa ekki kærð og útboðið stöðvað í síðasta lagi 13. mars n.k er heimilt að ganga til samninga við Gerðir-Útgerð frá og með 14. mars 2023.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
15. mars 2023 – Bæjarstjórn

Ríkiskaup, fyrir hönd Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Arnarlax hf. og Héraðssambandsins Hrafnaflóka, óskuðu eftir tilboðum í akstur á milli þéttbýliskjarnanna Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, með útboði sem birt var 9. janúar 2023. Útboðið var yfir EES viðmiðum og því útboðið því birt öllum á EES svæðinu. Um er að ræða þjónustusamning til þriggja ára.

Útboðið var opnað 16. febrúar og bárust 3 tilboð. Þann 3. mars 2023 var tilkynnt val tilboðs og 14. mars tilkynnt um hvern yrði samið, að liðnum lögmætum biðtíma.
Útboðið var unnið í samræmi við lög nr. 120/2016 um opinber innkaup og innkaupareglur Vesturbyggðar, samþykktar 15. desember 2021.
Bæjarstjóri gengur til samninga við Gerðum-Útgerð um upphaf aksturs og þakkar í leiðinni Smá Von ehf. fyrir þjónustuna síðustu ár.

Til máls tóku: Forseti og GE

Samþykkt með 6 atkvæðum GE situr hjá við atkvæðagreiðslu.