Málsnúmer 2303007
8. mars 2023 – Skipulags og umhverfisráð
Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.
Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:
Strandgata 14A:885m2
Strandgata 14C:969m2
Strandgata 14D:1593m2
Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, og leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.
8. mars 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð
Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 104. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.
Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:
Strandgata 14A:885m2
Strandgata 14C:969m2
Strandgata 14D:1593m2
Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.
Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið og lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.
Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að ræða við Arnarlax um útfærslu húss og framtíðarskipulag um notkun lóðar.
Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.