Hoppa yfir valmynd

Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu.

Málsnúmer 2303007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. maí 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Arnarlax hf. dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal. Erindinu var frestað á 47. fundi ráðsins þann 8.mars s.l og hafnarstjóra falið að ræða við Arnarlax um útfærslu húss og framtíðarskipulag um notkun lóðar.

Hafnarstjóri fundaði með forsvarsmönnum Arnarlax þann 26. apríl s.l. þar sem farið var yfir áform Arnarlax, í kjölfar fundarins sendi Arnarlax inn minnisblað sem skýrir frá aðstæðum og þörfum félagsins.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leigja út lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal til Arnarlax. Þá samþykkir ráðið að farið verði í sameiningu lóðanna með tilheyrandi breytingu á deiliskipulagi.




8. mars 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.

Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:

Strandgata 14A:885m2
Strandgata 14C:969m2
Strandgata 14D:1593m2

Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, og leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.




8. mars 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 104. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.

Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:

Strandgata 14A:885m2
Strandgata 14C:969m2
Strandgata 14D:1593m2

Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.

Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið og lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.

Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að ræða við Arnarlax um útfærslu húss og framtíðarskipulag um notkun lóðar.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.




15. maí 2023 – Bæjarstjórn

Erindi frá Arnarlax hf. dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal. Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leigja út lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal til Arnarlax. Þá samþykkir ráðið að farið verði í sameiningu lóðanna með tilheyrandi breytingu á deiliskipulagi.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir úthlutun lóðanna.