Hoppa yfir valmynd

Arnarlax við Patrekshöfn, umsókn um samþykki byggingaráforma.

Málsnúmer 2303008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. mars 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gunnlaugi B. Jónssyni f.h. Arnarlax ehf, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir breytingu á "Við Patrekshöfn", L140238. Áformað er að innrétta skrifstofur á þakhæð með tilheyrandi kvistum og útitröppum. Á neðri hæð verða innréttaðar 2 aðstöður fyrir sjódeildir en að öðru leyti verður hæðin nýtt fyrir fóðurgeymslu og geymslu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 28. febrúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
8. mars 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 104. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Gunnlaugi B. Jónssyni f.h. Arnarlax ehf, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir breytingu á "Við Patrekshöfn", L140238. Áformað er að innrétta skrifstofur á þakhæð með tilheyrandi kvistum og útitröppum. Á neðri hæð verða innréttaðar 2 aðstöður fyrir sjódeildir en að öðru leyti verður hæðin nýtt fyrir fóðurgeymslu og geymslu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 28. febrúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti áformin fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.