Hoppa yfir valmynd

Akstur utan vegar á Þúfneyri

Málsnúmer 2303011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. mars 2023 – Bæjarráð

Lagt er fram erindi Úlfars Thoroddsen, dags. 3. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við akstur utan vegar á Þúfneyri.

Bæjarráð tekur undir með bréfritara og vísar erindinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.




11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Á 958. fundi bæjarráðs sem haldinn var 7. mars 2023 var lagt fram erindi Úlfars Thoroddsen, dags. 3. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við akstur utan vegar á Þúfneyri. Bæjarráð tók undir með bréfritara og vísaði erindinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir að vekja athygli á málinu og leggur til við bæjarráð að afmarkað verði bílastæði á svæðinu. Þá felur ráðið byggingarfulltrúa að kanna hvort merkingar fyrir sæstrengi sem eru á eyrinni séu enn í gildi og láta endurnýja ef þörf er á.




24. apríl 2023 – Bæjarráð

Lagt er fram erindi Úlfars Thoroddsen, dags. 3. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við akstur utan vegar á Þúfneyri.

Málið var tekið fyrir á 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Á fundinum var lagt til við bæjarráð að afmarkað yrði bílastæði á eyrinni.

Bæjarráð óskar eftir því að sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs vinni kostnaðarmat og leggi fram við gerð fjárhagsáætlunar 2024.