Hoppa yfir valmynd

Umsókn í Barnamenningarsjóð fyrir Skrímslastopp í Arnarfirði

Málsnúmer 2303046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. mars 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð var fram tillaga að umsókn Vesturbyggðar í Barnamenningarsjóð fyrir verkefnið Skrímslastopp í Arnarfirði í samstarfi við Bíldudalsskóla og Fjörulalla ehf.

Ráðið tekur vel í hugmyndina og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að senda inn umsókn í samræmi við umræður á fundinum.




2. maí 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð fram til kynningar umsókn Vesturbyggðar í Barnamenningarsjóð fyrir verkefninu Skrímslastopp í Arnarfirði.




27. júní 2023 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð var fram niðurstaða stjórnar Barnamenningarsjóðs Íslands um umsókn Vesturbyggðar fyrir verkefninu Skrímslastopp í Arnarfirði en umsókninni var hafnað. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun stjórnarinnar og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að sækja um í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða fyrir verkefninu.