Hoppa yfir valmynd

Erindi til Skipulags- og umhverfisráðs varðandi sæstrengi og ósk um gögn.

Málsnúmer 2304025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. maí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur erindi frá Sigurði Hreinssyni o.fl. dagsett 3. apríl 2023. Í erindinu er óskað eftir öllum þeim gögnum sem skipulags og umhverfisráð Vesturbyggðar hafði til hliðsjónar, þegar ákveðið var að setja inn tillögur Landsnets um lagnaleiðina yfir Arnarfjörð í Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulagsfulltrúi og sveitarfélagið átti fund með Landsneti þann 23. ágúst 2019 um strengleiðir og skipulagsfulltrúi mætti einnig á annan fund með Landsneti 12. október 2019 um styrkingu flutningskerfisins. Gögn frá Landsneti varðandi sæstreng voru afhent Vesturbyggð með tölvupósti 27. apríl 2021. Ljósleiðarar eru ekki sýndir á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur með Ísafjarðarbæ, eigendum orku- og fjarskiptastrengja og fulltrúum Vesturbyggðar þar sem farið verði yfir legu strengja og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að stilla saman strengi.

Málinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs m.t.t. legu strengja, ankerislægja og nýtingu fjarðarins.
15. júní 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 106. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 11. maí s.l.

Fyrir liggur erindi frá Sigurði Hreinssyni o.fl. dagsett 3. apríl 2023. Í erindinu er óskað eftir öllum þeim gögnum sem skipulags og umhverfisráð Vesturbyggðar hafði til hliðsjónar, þegar ákveðið var að setja inn tillögur Landsnets um lagnaleiðina yfir Arnarfjörð í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið:

„Skipulagsfulltrúi og sveitarfélagið átti fund með Landsneti þann 23. ágúst 2019 um strengleiðir og skipulagsfulltrúi mætti einnig á annan fund með Landsneti 12. október 2019 um styrkingu flutningskerfisins. Gögn frá Landsneti varðandi sæstreng voru afhent Vesturbyggð með tölvupósti 27. apríl 2021. Ljósleiðarar eru ekki sýndir á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur með Ísafjarðarbæ, eigendum orku- og fjarskiptastrengja og fulltrúum Vesturbyggðar þar sem farið verði yfir legu strengja og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að stilla saman strengi.

Málinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs m.t.t. legu strengja, ankerislægja og nýtingu fjarðarins.“

Við vinnslu strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum gerði Vesturbyggð m.a. athugasemd varðandi legu strengja á firðinum ásamt öðrum athugasemdum, í athugasemdinni kom eftirfarandi fram:

„Í tillögunni skarast siglingaleiðir, ankerislægi og sæstrengir við Bíldudalsvog. Hér þarf að hliðra til og endurskoða legu sæstrengja. Landtaka á fyrirhuguðum streng Landnets þyrfti að vera yst á Haganesi.“

Í viðbrögðum svæðisráðs við athugasemdinni kemur eftirfarandi fram:

„Gerðar hafa verið breytingar á almennum ákvæðum nýtingarflokksins lagnir og vegir á þann veg að ekki er talin upp starfsemi sem er bönnuð á svæðinu en leita þarf umsagnar þeirra sem eiga strengi vegna starfsemi innan nýtingarflokksins lagnir og vegir, sjá nánar viðbrögð við athugasemd 46. Svæðisráð beinir því til sveitarfélagsins að eiga samráð við eigendur strengja á svæðinu vegna akkeristaða.“

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með skipulags- og umhverfisráði, nauðsynlegt er fyrir hagsmunaaðila að stilla saman strengi. Það verður að teljast óeðlilegt að sveitarfélagið þurfi að leita leyfis hjá eigendum sæstrengja til að heimila skipum að liggja við ankeri utan við voginn. Nær hefði verið að lágmarka áhrifasvæði sætrengjanna eins og kostur er með samnýtingu lagnaleiða og að leiða strengina landleiðina þar sem það er mögulegt, eins og lagt var til í athugasemdum við gerð Strandsvæðaskipulags Vestfjarða.