Málsnúmer 2304027
9. maí 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð
Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Breytingin felur í sér skipulagningu byggingalóða við Þórsgötu neðan Mýra.
11. maí 2023 – Skipulags og umhverfisráð
Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Breytingin felur í sér skipulagningu byggingalóða við Þórsgötu neðan Mýra.
11. október 2023 – Skipulags og umhverfisráð
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að í skilmálum verði texta breytt á þá leið að einnig verði heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. október 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að skilyrt verði í skipulaginu að húsin verði öll á tveimur hæðum og stöllun á milli húsa eðlileg.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. október 2023 – Bæjarstjórn
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.