Hoppa yfir valmynd

Göngustígur í Selárdal

Málsnúmer 2304054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. maí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi frá Ólafi Jóhanni Engilbertssyni, dagsett 24. apríl 2023. Í erindinu er sótt um gerð göngustígs frá Brautarholti niður í fjöru í Selárdal.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið en gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi Selárdals og óska þarf umsagnar Minjastofnunar. Þá þarf leyfi landeigenda að liggja fyrir.
15. júní 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur óveruleg breyting á deiliskipulagi Selárdals. Breytingin gengur út að gert er ráð fyrir stíg sem liggja mun frá Brautarholti niður í fjöru.

Skipulags- og umhverfisráð heimilar að farið verði af stað í óverulega breytingu á deiliskipulaginu sem verði grenndarkynnt fyrir húseigendum í Selárdal og breytingin verði send Minjastofnun til umsagnar og óskað samþykkis landeiganda.
21. júní 2023 – Bæjarstjórn

Fyrir liggur óveruleg breyting á deiliskipulagi Selárdals. Breytingin gengur út að gert er ráð fyrir stíg sem liggja mun frá Brautarholti niður í fjöru.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 107. fundi sínum þar sem það heimilar að farið verði af stað í óverulega breytingu á deiliskipulaginu sem verði grenndarkynnt fyrir húseigendum í Selárdal og breytingin verði send Minjastofnun til umsagnar og óskað samþykkis landeiganda.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
11. september 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Selárdals. Breytingin gengur út á að skilgreina stikaða gönguleið frá Brautarholti niður í fjöru í Selárdal. Grenndarkynning var auglýst með athugasemdafresti til 22. júlí 2023. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir sem gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. september 2023 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Selárdals. Breytingin gengur út á að skilgreina stikaða gönguleið frá Brautarholti niður í fjöru í Selárdal. Grenndarkynning var auglýst með athugasemdafresti til 22. júlí 2023. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir sem gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.