Hoppa yfir valmynd

Strandgata 21 - umsókn um samþykki byggingaráforma.

Málsnúmer 2305005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. maí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn Geirs Gestssonar f.h. Vesturbyggðar um byggingaráform við Strandgötu 21, dagsett 3. maí 2023. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir 175,6 m2 viðbyggingu við leikskólann Araklett.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.