Hoppa yfir valmynd

Aðalstræti 19, Patreksfirði - fyrirspurn

Málsnúmer 2305006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. maí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Rebekka Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi frá teiknistofu Ginga f.h. Mikladals ehf. dags 26.04.2023. Í erindinu er lýst byggingaráformum félagsins að Aðalstræti 19, Patreksfirði.

Erindið varðar stækkun byggingarreits um 1,5m til austurs, samhliða götu. Samhliða stækkun byggingarreits er óskað efti að hámarksgrunnflötur megi vera allt að 122 m2. Húsið verður staðsett við innri línu byggingarreits en tröppupallur gengur 1,36 m innar á lóðina. Hámarks vegghæð húss er 6,1m en 6m. skv. skipulagi, þakhalli verði 16° en er 30° skv skipulagi.

Sótt er um undanþágu frá skilmálum þakhalla með tilvísun í fjölbreytileika húsa í götumyndinni og má í því samhengi benda á Aðalstræti 13, 15, og 17.

Í húsinu er áformað að hafa 3 íbúðir, tvær á 1.hæð og ein á 2.hæð. Í kjallara verða geymslur íbúðanna inntök og sameiginlegt þvottahús. Gólfkóti íbúða 1. hæðar verður 45-60 cm yfir kóta gangstétta en sú aðgerð mun skapa meira næði fyrir íbúa, einkum íbúa neðri hæðar skv. fyrirspurninni.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina, grenndarkynna þarf breytinguna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum þar sem fyrirhuguð bygging nær út fyrir skilgreindan byggingareit í gildandi deiliskipulagi. Grenndarkynna skal fyrir Aðalstræti 17 og 21, Bjarkargötu 1,2 og 5 og Túngötu 18.

Rebekka Hilmarsdóttir kom aftur inn á fundinn.




15. júní 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Rebekka Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi íbúabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar, Athugasemdafrestur var til og með 14. júní. Fyrir liggur athugasemd sem barst með tölvupósti dagsettum 13. júní 2023. Gerð er athugasemd við stærð og hæð hússins, hvar bílastæði eiga að vera og hvernig áformin samræmast tillögu um verndarsvæði í byggð.

Að mati skipulags- og umhverfisráðs þá er hæð hússins í samræmi við hæð annarra húsa í húsaröðinni eins og sjá má í kynningargögnum. Grunnflötur húss stækkar um 12 m2 miðað við gildandi deiliskipulag og er því óveruleg stækkun. Gert er ráð fyrir að það nægi að vera með fjögur bílastæði fyrir húsið í heild sinni. Eitt á hverja íbúð á neðri hæð sem eru ca 50 m2 að stærð hver og tvö fyrir íbúð á efri hæð. Meðfram Aðalstræti eru 14 bílastæði sem hægt er að samnýta með öðrum húsum í húsaröðinni en einnig er mögulegt að koma fyrir 4-6 bílastæðum innan lóðar án vandkvæða. Skipulags- og umhverfisráð telur að útlit húss samræmist vel áformum um verndarsvæði í byggð enda húsið byggt í svipuðum stíl og passar vel inn í götumyndina.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Rebekka Hilmarsdóttir kom aftur inn á fundinn.




21. júní 2023 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi íbúabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar, Athugasemdafrestur var til og með 14. júní. Fyrir liggur athugasemd sem barst með tölvupósti dagsettum 13. júní 2023. Gerð er athugasemd við stærð og hæð hússins, hvar bílastæði eiga að vera og hvernig áformin samræmast tillögu um verndarsvæði í byggð.

Að mati skipulags- og umhverfisráðs þá er hæð hússins í samræmi við hæð annarra húsa í húsaröðinni eins og sjá má í kynningargögnum. Grunnflötur húss stækkar um 12 m2 miðað við gildandi deiliskipulag og er því óveruleg stækkun. Gert er ráð fyrir að það nægi að vera með fjögur bílastæði fyrir húsið í heild sinni. Eitt á hverja íbúð á neðri hæð sem eru ca 50 m2 að stærð hver og tvö fyrir íbúð á efri hæð. Meðfram Aðalstræti eru 14 bílastæði sem hægt er að samnýta með öðrum húsum í húsaröðinni en einnig er mögulegt að koma fyrir 4-6 bílastæðum innan lóðar án vandkvæða. Skipulags- og umhverfisráð telur að útlit húss samræmist vel áformum um verndarsvæði í byggð enda húsið byggt í svipuðum stíl og passar vel inn í götumyndina.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 107. fundi ráðsins þar sem það leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim er gerðu athugasemd.

Samþykkt samhljóða