Hoppa yfir valmynd

Erindi frá Halldóri Árnasyni varaformanni Strandveiðifélagsins Króks varðandi skipulag á hafnasvæði.

Málsnúmer 2305030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2023 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Halldóri Árnasyni varaformanni Strandveiðifélagsins Króks varðandi skipulag á hafnarsvæði á Patreksfirði.

Bæjarráð þakkar erindið og vísar því áfram til umfjöllunar í hafna- og atvinnumálaráði og skipulags- og umhverfisráði.
15. júní 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Strandveiðifélaginu Krók, dags. 14. maí 2023. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af síminnkandi athafnasvæði hafnarinnar á Patreksfirði og velt upp hugmyndum að nýtingu hafnarsvæðisins.

Hafna- og atvinnumálaráð vill þakka fyrir vel ígrundaðar hugmyndir, margir góðir punktar eru í erindinu sem munu nýtast ráðinu við frekari skipulagsvinnu á hafnarsvæðinu. Ráðið tekur undir áhyggjur bréfritara varðandi takmarkað athafnasvæði hafnarinnar.

Ráðið felur Hafnarstjóra að gera þarfagreiningu á hvað þarf stórt athafnasvæði undir bátauppsátur við Patrekshöfn og hvar mögulegt væri að staðsetja það í grennd við höfnina.
15. júní 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Halldóri Árnasyni, f.h. Strandveiðifélagsins Króks, dags. 14. maí 2023. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af síminnkandi athafnasvæði hafnarinnar á Patreksfirði og velt upp hugmyndum að nýtingu hafnarsvæðisins.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Strandveiðifélaginu Krók fyrir að vekja athygli á málinu. Ráðið tekur undir áhyggjur bréfritara varðandi takmarkað og síminnkandi athafnasvæði hafnarinnar.

Svæðið neðan við Mýrarnar er skipulagt sem íbúðasvæði í gildandi Aðalskipulagi. Unnið er að deiliskipulagi svæðisins, í því ferli gefst kostur á að gera athugasemdir með formlegum hætti.

Ráðið vísar málinu áfram til umfjöllunar hjá Hafna- og atvinnumálaráði.