Hoppa yfir valmynd

Fjöldahjálpastöðvar á Bíldudal og Tálknafirði

Málsnúmer 2309025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. janúar 2024 – Bæjarráð

Lagður er fram tölvupóstur frá 17. janúar 2024, ásamt tillögu að samkomulagi um afnot af félagsheimilinu Baldurshaga Bíldudal sem fjöldahjálparstöð. Þær staðsetningar sem komu til greina sem fjöldahjálpastöð á Bíldudal voru íþróttahúsið Bylta og félagsheimilið Baldurshagi. Það var mat ofanflóðadeildar Veðurstofunnar að Baldurshagi myndi henta betur til fjöldahjálpastöðvar vegna varnargarða sem þegar hafi risið.

Lagt er til að bæjarráð samþykki framangreint samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um afnot af fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu Baldurshaga, Bíldudal og bæjarstjóra verði falið að undirrita samkomulagið.

Bæjarráð samþykkir afnot af félagsheimilinu Baldurshaga Bíldudal sem fjöldahjálparstöð og felur bæjarstjóra að undirrita samkomlagið.