Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 315 um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.

Málsnúmer 2310033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. október 2023 – Bæjarráð

Vesturbyggð sendi umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um tillögu innviðaráðherra til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2038. en umsagnarfresturinn rann út í lok júlí 2023.

Umsögnin var ítarleg og kaflaskipt. Í kafla 4.0 var farið yfir athugasemdir við jarðgangnaáætlun í 10 liðum þar sem eru gerðar voru alvarlegar athugasemdir við forgangsröðun jarðgangakosta og þá sérsaklega þær forsendur sem Vegagerðin setti fram í tillögu sinni að forgangsröðun og birti á heimasíðu stofnunarinnar í júní 2023. Vesturbyggð krafðist þess að umfjöllun Vegagerðarinnar um Suðurfjarðagöng yrði lagfærð, enda vantaði að tilgreina þar mikilvægar forsendur og staðreyndir sem m.a. voru settar fram um aðra jarðgangakosti og komu fram í forgangsröðun Vegagerðarinnar en var eð öllu sleppt í umfjöllun um Suðurfjarðagöng

Bæjarráð felur bæjastjóra að senda umsögn Vesturbyggðar um samgönguáætlun 2024 - 2038 inn í Samráðsgátt og óska eftir fundi með forsvarsfólki Vegagerðarinnar og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.