Málsnúmer 2310034
25. október 2023 – Bæjarráð
Í bréfinu vekur EFS athygli á því að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið nefndarinnar í A- hluta. Vesturbyggð uppfyllir öll lágmarksviðmið fyrir A- og B-hluta en fyrir A-hluta er rekstrarniðurstaða neikvæð. Jafnframt ætti framlegð sem hlutfall af tekjum að vera 11% fyrir A-hluta miðað við 107% skuldahlutfall. Framlegðin samkvæmt ársreikningi 2022 er 7% sem er fyrir neðan lágmarksviðmið nefndarinnar. Aftur á móti er veltufé frá rekstri fyrir ofan lágmarksviðmið í bæði A-hluta og A - og B-hluta.
Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið uppfyllir öll fjárhagsleg skilyrði sveitarstjórnarlaganna. Bréfið er almennt bréf sem sent var til allra sveitarfélaga sem uppfylltu ekki einhver af þeim lágmarksviðmiðum sem EFS hefur sett sér. Ekki er óskað eftir viðbrögðum við bréfinu.