Málsnúmer 2310058
8. nóvember 2023 – Skipulags og umhverfisráð
Skipulags- og umhverfisráð mælist til að bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykki að veitt verði framkvæmdaleyfi til borunar eftir köldu vatni sbr. umsókn. Skipulags- og umhverfisráð metur að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Þá verði skipulagfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið.
15. nóvember 2023 – Bæjarstjórn
Til máls tók: Varaforseti
Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.