Hoppa yfir valmynd

Samtal við forsvarsmenn Arctic Fish

Málsnúmer 2311041

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. nóvember 2023 – Bæjarráð

Stein Ove framkvæmdastjóri Arctic Fish kom inná fundinn að beiðni bæjarráðs og fór yfir málefni sem snúa að Arctic Fish, og þau vandamál sem komið hafa upp í sjókvíaeldi fyrirtækisins síðustu mánuði.

Bæjarráð leggur áherslu á að allir verkferlar fiskeldisfyrirtækja séu vandaðir, þeir séu í samræmi við lög og reglugerðir og farið eftir þeim. Skaðinn sem slysasleppingin sem átti sér stað Patreksfirði hefur haft neikvæð áhrif á samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum og leggur bæjarráð áherslu á að íbúar verði upplýstir um hvað fyrirtækið ætlar að gera til að koma í veg fyrir að atburðir sem slíkir endurtaki sig.

Bæjaráð leggur áherslu á að Arctic Fish vinni með sjálfbærni í forgangi í sátt við umhverfið og samfélagið. Bæjarráð leggur áherslu á að Arctic Fish bæti samskipti sín og upplýsingagjöf til stjórnenda sveitarfélagsins og íbúa svæðisins.