Hoppa yfir valmynd

Viðbygging við Menntaskólann á Ísafirði - gerð samninga

Málsnúmer 2312002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. febrúar 2024 – Bæjarráð

Lagður er fram tölvupóstur frá Sigríði Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 11. janúar sl., þar sem leitað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna á Vestfjörðum um aðkomu að byggingu verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði.

Óskað er eftir sjónarmiðum Vesturbyggðar við beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í stofnkostnaði af byggingu verknámshússins.

Í beiðninni um þátttöku sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að skipting kostnaðar sé miðuð við íbúafjölda hvers sveitarfélags.

Bæjarráð telur að hagsmunir íbúa Vesturbyggðar af þátttöku í byggingu verknámshús þurfi að vera skýrir svo að bæjarráð geti rökstutt þátttöku í verkefninu. Huga þarf að aðgengi nemenda á öllum Vestfjörðum og hvernig skuli að því staðið.

Bæjarráð Vesturbyggðar sér sér því ekki fært að taka þátt í verkefninu eins og það er sett upp.