Hoppa yfir valmynd

Urðargata 21a og 21b, sameining byggingarreita og byggingaráform.

Málsnúmer 2401013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. janúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram umsókn um byggingaráform fyrir einbýlishús við Urðargötu 21a og 21b, dagsett 8. janúar 2024. Í umsókninni er sótt um að fá að reisa 180 m2 einbýlishús og nýttur verður vatnstankur sem stendur á lóðinni fyrir kjallara. Með umsókninni fylgja teikningar sem og tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem lóðir Urðagötu 21a og 21b eru sameinaðar í Urðargötu 21.Rebekka Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að áformin fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Urðargötu 19, 20, 22, 23 og 26.

Rebekka Hilmarsdóttir kom aftur inn á fundinn.
17. janúar 2024 – Bæjarstjórn

Lögð fram umsókn um byggingaráform fyrir einbýlishús við Urðargötu 21a og 21b, dagsett 8. janúar 2024. Í umsókninni er sótt um að fá að reisa 180 m2 einbýlishús og nýttur verður vatnstankur sem stendur á lóðinni fyrir kjallara. Með umsókninni fylgja teikningar sem og tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem lóðir Urðagötu 21a og 21b eru sameinaðar í Urðargötu 21.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 114. fundi sínum að áformin fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Urðargötu 19, 20, 22, 23 og 26.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Urðargötu 19, 20, 22, 23 og 26.
6. febrúar 2024 – Bæjarráð

Á 114. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar var samþykkt til grenndarkynningar sameining byggingarreita Urðargötu 21a og 21b sem og byggingaráform á lóðinni. Óskað er eftir umsögn bæjarráðs um áformin sem fulltrúa eigenda Urðargötu 23.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.

Bæjarráð gerir hvorki athugasemd við sameiningu byggingarreita Urðargötu 21a og 21b né byggingaráform á lóðinni.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inná fundinn.